Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður Everton og íslenska landsliðsins er meiddur þessa stundina.
Hann meiddist á hné í leik Everton og Brighton fyrr í þessum mánuði og í fyrstu var óttast að hann myndi missa af HM í Rússlandi sem fram fer í sumar.
Gylfi var fastamaður í liði Everton, áður en hann meiddist og fékk hann tækfifæri til þess að spila í holunni fyrir aftan framherjann gegn Burnley og Brighton.
„Ég var búinn að vera fá tæifæri á miðjunni og ég var að njóa mín vel. Ég spilaði í holunni gegn Burnley og Brighton og mér fannst ég standa mig vel,“ sagði Gylfi í samtali við heimasíðu Everton.
„Ég var að nálgast mitt besta form. Ég var í góðu standi og sjálfstraustið var að koma hægt og rólega. Við vorum búnir að vinna tvo í röð og þetta var mjög slæmur tími til þess að meiðast.“
„Þetta hefur tekið á taugarnar en þetta er bara einn af þeim hlutum sem maður þarf víst að takast á við í lífinu,“ sagði Gylfi að lokum.