Liverpool tekur á móti Manchester City í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar þann 3. apríl næstkomandi.
Síðari leikur liðanna fer fram þann 10. apríl á Etihad en City hefur ennþá ekki tekist að selja alla miðana á leikinn.
Steven Gerrard, fyrrum fyrirliði Liverpool telur að sitt gamla félag geti slegið City úr leik en City hefur verið nánast óstöðvandi á þessari leiktíð.
„City hefur verið í ótrúlegu formi á þessari leiktíð en Liverpool hefur sýnt það á tímabilinu að þeir geta unnið hvaða lið sem er, þar með talið City,“ sagði Gerrard.
„Stjórinn er með frábæran árangur í Evrópukeppnum og hann þekkir Pep Guardiola inn og út og það gæti komið sér vel fyrir Liverpool í þessum leikjum,“ sagði hann að lokum.