Manchester United tekur á móti Swansea í ensku úrvalsdieldinni á laugardaginn næsta klukkan 14:00.
Heimamenn sitja sem stendur í öðru sæti deildarinnar með 65 stig á meðan Swansea er í fjórtánda sæti deildarinnar með 31 stig, 3 stigum frá fallsæti.
Carlos Carvalhal, stjóri Swansea var mættur á blaðamannafund í dag þar sem hann ræddi leikinn mikilvæga gegn United.
„Ég hef aldrei tapað fyrir Mourinho eða á Old Trafford,“ sagði stjórinn léttur.
„Ástæðan fyrir því er einföld, ég hef aldrei spilað gegn honum og ég hef aldrei spilað á Old Trafford.“
„Tölfræði mín gegn honum og Old Trafford er því mjög góð,“ sagði hann að lokum.