Mark Kosicke, umboðsmaður Jurgen Klopp segir að stjórinn myndi gera góða hluti hjá Bayern Munich.
Klopp stýrir Liverpool í dag og er mjög vinsæll hjá stuðningsmönnum liðsins.
Liverpool er komið í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar þar sem liðið mætir Manchester City og þá er liðið í þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 63 stig.
„Jurgen er ekki of stór fyrir Bayern og Bayern er ekki of stórt félag fyrir hann,“ sagði Kosicke.
„Hann gæti gert mjög góða hluti þarna, það er alveg klárt mál. Hann er hins vegar samningsbundinn Liverpool til ársins 2022 og hann er ekki búinn þar.“
„Hann er ekki að hugsa um önnur félög eins og staðan er í dag, það get ég staðfest,“ sagði hann að lokum.