Íslenska landsliðið átti undir högg að sækja er liðið mætti Perú í æfingaleik í nótt.
Leikurinn fór fram í New Jersey en 1-1 jafntefli var í hálfleik þar sem Jón Guðni Fjóluson jafnaði leikinn.
Perú stjórnaði ferðinni í síðari hálfleik og vann að lokum 1-3 sigur, sannfærandi.
Íslenska liðið tapaði báðum leikjum í þessu verkefni.
Plús og mínus er hér að neðan.
Plús:
Útfærslan á fasta leikatriðinu var frábær þar sem Jón Guðni Fjóluson skoraði, Birkir Bjarnason með öfluga hornspyrnu.
Jóhann Berg Guðmundssyn sýndi af hverju hann er að spila á meðal þeirra bestu, besti leikmaður Íslands í leiknum.
Margir lykilmenn voru fjarverandi í þessu verkefni og það er hægt að hugga sig við það.
Mínus:
Það var enginn nýr leikmaður að setja pressu á að koma sér inn í liðið með góðri frammistöðu.
Jóhann Berg fór meiddur af velli, vond tíðindi fyrir Ísland ef HM er í hættu hjá honum
Hvernig íslenska liðið kom til leiks í síðari hálfleik var til skammar.
Þjálfarateymi liðsins fékk ekki nein svör í þessu verkefni aðeins stærri spurningar.