fbpx
Laugardagur 01.febrúar 2025
433

Wenger útskýrir af hverju hann tekur Lacazette alltaf af velli

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 27. mars 2018 18:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arsene Wenger, stjóri Arsenal útskýrði það á dögunum af hverju hann tekur Alexandre Lacazette alltaf af velli.

Margir stuðningsmenn Arsenal eru pirraðir á Wenger þessa dagana en liðið hefur ekki staðið undir væntingum á þessari leiktíð og er í sjötta sæti deildarinnar.

Wenger hefur verið duglegur að kippa Lacazette af velli og fer það í taugarnar á mörgum stuðningsmönnum liðsins.

„Lacazette spilar í stöðu framarlega á vellinum og það er auðveldara að skipta honum af velli en til dæmis varnarmönnum liðsins,“ sagði Wenger.

„Þú tekur framherjann þinn af velli því þeir þurfa alltaf að vera á tánum og með næga orku til þess að taka þau hlaup sem þeir þurfa að taka.“

„Í öðru lagi þá var hann ennþá að aðlagast leikstíl okkar og hann var stundum í vandræðum undir lok leikja. Hann var ekki að spila illa en hann var kannski ekki eins beittur og hann var í upphafi leikja,“ sagði Wenger að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ólöf Tara er látin

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú pening um helgina?

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú pening um helgina?
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Svona eru áherslur dómara fyrir komandi leiktíð

Svona eru áherslur dómara fyrir komandi leiktíð
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Ronaldo og félagar snarhækka tilboð sitt

Ronaldo og félagar snarhækka tilboð sitt
433Sport
Í gær

Dregið í Meistaradeildinni – City mætir Real Madrid

Dregið í Meistaradeildinni – City mætir Real Madrid