Ronaldinho var á barmi þess að skrifa undir hjá Manchester United árið 2003.
Ronaldinho var þá að fara frá PSG og hafði verið í viðræðum við United þegar símtal frá Barcelona koma.
Sandro Rosell varð að verða forseti Barcelona og hann sannfærði Ronaldinho.
,,Þetta var við það að gerast, þetta snérist um 48 klukkustundir en ég fékk svo tilboð frá Barcelona, Rosell var í framboði til forseta Barcelona og ég lofaði honum að koma,“ sagði Ronaldinho.
,,Þetta snérist um smáatriði við United þegar Rosell hringdi og sagði að hann yrði forseti og ég hafði lofað honum.“
,,Ég hringdi í United og sagði þeim að ég hefði ákveðið að fara til Barca.“