A landslið karla mætir Perú aðfararnótt miðvikudags, en þetta er í fyrsta sinn sem þjóðirnar mætast.
Leikurinn fer fram á Red Bull Arena í New Jersey og hefst hann klukkan 00:00.
Ísland mætti Mexíkó á föstudaginn þar sem strákarnir töpuðu 0-3, en hefðu auðveldlega getað tekið forystuna í fyrri hálfeik.
Kolbeinn Sigþórsson, Jón Daði Böðvarsson og Hörður Björgvin Magnússon verða ekki með vegna meiðsla.
Aron Einar Gunnarsson er farinn til Cardiff og þá fóru Albert Guðmundsson og Samúel Kári Friðjónsson í verkefni með U21 landsliðinu.
Perú verða einnig á HM í Rússlandi í sumar, en þeir eru í C riðli með Frakklandi, Danmörku og Ástralíu. Það er því ljóst að liðin geta mögulega mæst í 16 liða úrslitum, en Ísland er í riðli D.