Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska landsliðsins var í skemmtilegu viðtali á dögunum.
Íslenska landsliðið er nú statt í Bandaríkjunum þar sem að liðið undirbýr sig fyrir HM í Rússlandi í sumar.
Liðið tapaði fyrir Mexíkó á dögunum, 0-3 og þá spilar Íslands við Perú í vináttuleik í kvöld sem hefst klukkan 23:30 að íslenskum tíma.
Í viðtalinu fór Heimir meðal annars yfir viðbrögð móður sinnar þegar að hann ákvað að taka þjálfunina fram yfir tannlækninn en hann er menntaður tannlæknir.
„Auðvitað er það skrítið að vera menntaður tannlæknir en að velja svo þjálfunina fram yfir það,“ sagði Heimir.
„Námið í tannlækninum tekur sex ár og þetta er vel borgað starf á Íslandi en ég ástríða mín hefur alltaf legið í fótboltanum og að þjálfa.“
„Þegar að tækifærið gafst til þess að gerast þjálfari í fullu starfi þá stökk ég á það, jafnvel þótt móðir mín hafi ekki verið sátt með mig,“ sagði Heimir meðal annars í viðtalinu.
Viðtalið má sjá hér fyrir neðan.
NEW POD: @footballiceland's manager Heimir Hallgrímsson on giving up his job as a dentist to pursue coaching full-time and his mother's reaction to that decision. FULL POD: https://t.co/DXi8wvKDu8 #AframIsland pic.twitter.com/EL3HoYaP3S
— Men in Blazers (@MenInBlazers) March 27, 2018