Thomas Thuchel, fyrrum stóri Borussia Dortmund vill taka við Bayern Munich en það er Sky Sports sem greinir frá þessu í dag.
Þjóðverjinn hefur verið sterklega orðaður við stjórastöðuna hjá Arsenal að undanförnu.
Hann er sagður vera í viðræðum við Arsenal um að taka við liðinu í sumar en flestir reikna með því að Wenger muni láta af störfum í sumar.
Margir miðlar greindu frá því í morgun að Bayern Munich væri búið að hafa samband við Tuchel um að taka við liðinu þegar Jupp Heynckes hættir í sumar.
Tuchel á að hafa hafnað Bæjurum vegna áhuga Arsenal en Sky Sports greinir frá því að fari svo að bæði lið vilji ráða hann í sumar þá mun hann velja Bayern fram yfir Arsenal.