Eden Hazard, sóknarmaður Chelsea hefur verið orðaður við brottför frá félaginu að undanförnu.
Sóknarmaðurinn hefur ekki viljað skrifa undir nýjan samning við félagið og er félagið sagt íhuga það að selja hann í sumar á meðan þeir fá góða upphæð fyrir hann.
Hazard hefur verið sterklega orðaður við Real Madrid, undanfarin ár en hann er sagður á óskalista Zinedine Zidane, stjóra liðsins.
„Ég ætla að klára tímabilið með Chelsea, síðan tekur Heimsmeistaramótið við,“ sagði Hazard.
„Eftir það fer ég í sumarfrí og svo sjáum við til hvað gerist. Ég er ekki að hugsa mikið um þetta ef ég á að vera hreinskilinn.“
„Ég á ennþá tvö ár eftir af samningi mínum við Chelsea og ég er mjög ánægður hjá félaginu,“ sagði Hazard að lokum.