fbpx
Laugardagur 02.nóvember 2024
433

Drogba útskýrir af hverju Paul Pogba fær lítið að spila hjá Mourinho

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 26. mars 2018 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Paul Pogba, miðjumaður Manchester United er að ganga í gegnum erfiða tíma hjá félaginu sínu þessa dagana.

Hann var keyptur til félagsins sumarið 2016 fyrir tæplega 90 milljónir punda og voru miklar vonir bundnar við leikmanninn.

Hann hefur hins vegar ekki verið að spila vel í undanförnum leikjum og er nú kominn á bekkinn hjá United og virðist Jose Mourinho, stjóri liðsins vera búinn að missa trúna á leikmanninum.

Didier Drogba, fyrrum lærisveinn Jose Mourinho telur hins vegar að stjórinn sé að reyna kveikja í leikmanninum, með því að geyma hann á bekknum.

„Við rifumst oft á tíðum, ég og Mourinho en hann mun aldrei ráðast á neinn sem honum líkar ekki vel við,“ sagði Drogba.

„Hann er mjög hrifinn af Paul en hann vill að hann sýni meiri ábyrgð, bæði innan vallar sem utan,“ sagði Drogba að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Áfrýja dómi Alberts – „Það kemur á óvart“

Áfrýja dómi Alberts – „Það kemur á óvart“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Jadon Sancho áfram veikur og mætir ekki á Old Trafford

Jadon Sancho áfram veikur og mætir ekki á Old Trafford
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Manchester United staðfestir ráðningu á Amorim

Manchester United staðfestir ráðningu á Amorim
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Gabriel líklega klár en áfram vantar lykilmenn hjá Arsenal

Gabriel líklega klár en áfram vantar lykilmenn hjá Arsenal
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Arnar gerir upp erfitt sunnudagskvöld – „Það tók við sorgarferli fyrstu tvo dagana, afneitun og reiði“

Arnar gerir upp erfitt sunnudagskvöld – „Það tók við sorgarferli fyrstu tvo dagana, afneitun og reiði“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Gerir upp á milli samherja sinna í landsliðinu – ,,Að mínu mati er hann betri“

Gerir upp á milli samherja sinna í landsliðinu – ,,Að mínu mati er hann betri“