Naby Keita miðjumaður RB Leipzig mun í sumar ganga í raðir Liverpool á Englandi. Frá því var gengið síðasta sumar.
Ef Keita ætlar sér hins vegar að keyra bíl í Bretlandi þarf hann að taka réttindi til þess.
Keita var nefnilega að fá væna sekt í Þýskalandi eftir að hafa verið með falsað ökuskírteni.
Keita fékk 220 þúsund punda sekt fyrir að vera með falsað skírteni og keyra um með það.
Hann notaði skírtenið í 50 daga og fékk 4,400 pund í sekt á dag fyrir það en hann er frá Gíneu.