Alþjóðanefnd knattspyrnusambanda (IFAB) hefur nýlega samþykkt breytingar á knattspyrnulögunum og er ætlunin að þær taki gildi fyrir komandi keppnistímabil hér á landi.
Ísland er þar með, nú sem oft áður, fyrst þjóða til að taka breytingarnar til framkvæmda.
Stærsta breytingin varðar svokalla VAR-dómgæslu þar sem notaðar eru myndbandsupptökur til að taka ákvarðanir í mikilvægum atvikum. Þá verður leyfð fjórða leikmannaskiptingin í framlengingu.
Gylfi Þór Orrason fyrrverandi FIFA dómari og fyrrum formaður dómaranefndar KSÍ fjallar um breytingarnar í meðfylgjandi pistli sínum.