Emre Can, miðjumaður Liverpool mun að öllum líkindum yfirgefa félagið í sumar.
Samningur hans rennur út þann 30. júní næstkomandi og getur hann þá farið frítt frá félaginu.
Hann hefur ekki viljað skrifa undir nýjan samning við félagið en hann hefur verið sterklega orðaður við Juventus að undanförnu.
Mirror greinir frá því í dag að félagið ætli sér að fá Jorginho, miðjumann Napoli til þess að leysa Can af hólmi í sumar.
Enska félagið þarf að borga 50 milljónir punda fyrir miðjumanninn en Liverpool ætlar sér að berjast um sigur í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð.