Berglind Björg Þorvalsdóttir er ekki í 20 manna landsliðshópi Íslands sem er að fara í verkefni gegn Slóveníu og Færeyjum í undankeppni HM.
Berglind er mættur aftur heim í Breiðablik eftir hálfs árs dvöl hjá Verona á Ítalíu.
Þar fór allt í bál og brand og Berglind kom heim eftir svik á samningum. Hún er nú að koma sér aftur í sitt gamla form.
,,Berglind var ekki í nógu góðu standi andlega og líkamlega í Portúgal, það eru ástæður fyrir því. Hún á eitthvað í land ti að vera í 20 manna landsliðshópi landsliðsins,“ sagði Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari um stöðu Bergindar en hún fór með landsliðinu til Algarve á dögunum.
Meira:
Sjáðu nýjasta landsliðshópinn hérna
,,Við tilkynnum ekki leikmönnum að þeir séu ekki í hóp, það er ekki sérstakur fasi með það. Ég hef verið í sambandi við Bergindi og við áttum samtal við flesta leikmenn í Portúgal.“