Ísland mætir Mexíkó í vináttuleik á morgun en leikurinn hefst klukkan 2:00 að íslenskum tíma.
Leikurinn fer fram á Levi’s Stadium, heimavelli San Francisco 49ers en völlurinn tekur um 70 þúsund manns í sæti.
Uppselt er á leikinn en Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins var mættur á blaðamannafund í dag þar sem hann ræddi leikinn gegn Mexíkó.
„Planið er að spila 45 til 60 mínútur á morgun. Völlurinn lítur vel út og ég er bara mjög spenntur að spila þennan leik,“ sagði Aron sem hefur ekkert spilað undanfarna mánuði vegna meiðsla.
Íslenska liðið hefur fengið mikla athygli í Bandaríkunum en liðið verður með á HM í sumar í fyrsta sinn í sögunni.
„Aðalatriðið er að vera hógvær og það þurfa allir, stuðningsmenn og fjölmiðlar að róa í sömu átt ef við eigum að ná árangri í Rússlandi,“ sagði Aron að lokum.
Fyrirliðinn Aron Einar er spurður út í standið – planið hjá honum er að spila 45-60 mínútur í leiknum á morgun. Hann segir völlinn líta vel út og grasið sé frábært. Hann sé spenntur að spila þennan leik.
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) March 22, 2018
Íslenska liðið að ná stjörnustatus á heimsmælikvarða segja erlendir fjölmiðlar. Aron segir aðalatriðið að vera hógværir og allir; stuðningsmenn og fjölmiðlar rói í sömu átt til að ná árangri í Rússlandi.
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) March 22, 2018