Leigubílasögurnar eru daglegur liður hér á 433.is. Í þessum lið er farið yfir helsta slúðrið og sögusagnirnar úr fótboltanum, aðallega úr bresku pressunni.
Félagaskiptaglugginn í stærstu deildum Evrópu er nú lokaður.
Það er hins vegar alltaf nóg af slúðri en það er BBC sem tók saman.
—————
Manchester United óttast að Alexis Sanchez sé í vandræðum að aðlagast félaginu og að hann fari fljótlega líkt og Angel di Maria gerði. (Mail)
Gareth Southgate hefur bannað leikmönnum að borða Starbucks og hafa síróp í kaffinu. (ESPN)
Tottenham mun missa Toby Alderweireld í sumar en félagið vill 44 milljónir punda. (HLN)
Liverpool hefur ekki gert formlegt tilboð í Alisson markvörð Roma. (Sun)
Jack Wilshere ætlar að gefa Arsenal alla möguleika á að framlengja samning sinn. (Sun)