Diego Costa, framherji Atletico Madrid segir að það sé ekki við hann að sakast þegar að kemur að brotthvarfi hans frá félaginu.
Costa reifst við Antonio Conte, stjóra liðsins eftir síðasta tímabilið sem varð til þess að hann neitaði að mæta aftur til starfa eftir sumarfrí.
Hann var svo seldur til Atletico Madrid og gekk formlega til liðs við félagið í janúar þegar félagaskiptabanni Atletico lauk.
„Það er klárt mál að þetta var ekki mér að kenna,“ sagði Costa.
„Ég var staddur í Brasilíu og gat ekkert gert. Það vita allir hvað gerðist og ég þarf ekki að segja neitt meira, ég vil bara gera vel fyrir Atletico Madrid.“
„Ég vissi að ef ég væri ekki að spila þá yrði ég ekki valinn í landsliðið en núna er ég byrjaður að spila á nýjan leik og það opnar möguleika mína,“ sagði hann að lokum.