Luke Shaw, vinstri bakvörður Manchester United er að ganga í gegnum erfiða tíma þessa dagana.
Hann var í byrjunarliði United í 2-0 sigri liðsins á Brighton í enska FA-bikarnum á dögunum en Mourinho ákvað að kippa honum af velli í hálfleik.
Mourinho gagnrýndi hann svo eftir leikinn en Jason Dodd, fyrrum þjálfari hans hjá Southampton segir að það geti tekið á taugarnar að eiga við leikmanninn.
„Hann fékk mann stundum til þess að hárreita sjálfan sig,“ sagði Dodd.
„Ég þurfti að reyna marga öðruvísi hluti til þess að reyna ná því besta út úr honum. Ég tel að United hafi reynt allt til þess að ná því besta út úr honum og það hefur ekki virkað.“
„Luke er þannig leikmaður sem þú verður að hamast í, stöðugt til þess að reyna fá hann til þess bregðast við því sem þú segir honum að gera. Það þarf stöðugt að vera ýta í hann og hvetja hann áfram,“ sagði hann að lokum.