Nabil Fekir, fyrirliði Lyon er eftirsóttur þessa dagan en Arsenal hefur mikinn áhuga á honum.
Umboðsmaður leikmannsins gat ekki staðfest það á dögunum að leikmaðurinn yrði áfram í Frakklandi á næstu leiktíð.
Mail greinir frá því í kvöld að Fekir sé efstur á óskalista Arsene Wenger, stjóra liðsins en verðmiðinn á honum er í kringum 45 milljónir punda.
Umboðsmaður Fekir greindi einnig frá því á dögunum að leikmaðurinn væri opinn fyrir því að reyna fyrir sér á Englandi en að hann ætlaði sér ekki að þröngva félagskiptum í gegn.
Ef Lyon vill halda honum þá er leikmaðurinn klár í að vera áfram í Frakklandi en hann hefur einnig verið orðaður við Barcelona.