fbpx
Miðvikudagur 17.júlí 2024
433

Verðmætustu knattspyrnumenn Íslands – Gylfi í sérflokki

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 2. mars 2018 14:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Virði íslenskra knattspyrnumanna er misjafnt en þegar virði þeirra er skoðað kemur í ljós að Gylfi Þór Sigurðsson leikmaður Everton er í algjörum sérflokki.

Transfermarkt heldur úti gagnagrunni þar sem virði allra knattspyrnumanna er metið. Þannig kemur í ljós að virði Gylfa er 3,7 milljarðar en Alfreð Finnbogason, sem er næstur í röðinni, er 744 milljóna króna virði.

Virðið er reiknað út frá aldri, lengd samnings, launum og hvað leikmenn eru að gera innan vallar.

Gylfi Þór Sigurðsson – 3,7 milljarðar
Það er bara einn leikmaður Íslands sem fer úr því að vera milljóna virði og í það að verða milljarða virði. Virði Gylfa í dag er 3,7 milljarðar samkvæmt þessum útreikningum. Virði Gylfa er tæpum þremur milljörðum meira en næsta leikmanns.

Alfreð Finnbogason – 744 milljónir
Virði Alfreðs er metið á sex milljónir evra en framherjinn knái er einn af markahæstu leikmönnum þýsku úrvalsdeildarinnar. Alfreð hefur átt frábæran feril en þessa stundina glímir hann við meiðsli.

Jóhann Berg Guðmundsson – 496 milljónir
Virði Jóhanns hefur farið úr tveimur milljónum evra í fjórar milljónir evra eftir að hann festi sig í sessi hjá Burnley. Kantmaðurinn hefur átt gott tímabil og ekki ólíklegt að virði hans aukist á næstunni.

Ragnar Sigurðsson – 496 milljónir
Ragnar er nú í herbúðum Rostov í Rússlandi. Fyrri hluta tímbilsins lék hann með Krasnodar. Hann er í láni frá Fulham en ekki er líklegt að hann snúi þangað aftur.

Aron Einar Gunnarsson – 310 milljónir
Virði Arons hefur minnkað aðeins síðustu mánuði vegna þess að samningur hans er á enda í sumar og því ætti virði hans að hækka á nýjan leik í sumar.

Viðar Örn Kjartansson – 310 milljónir
Framherjinn öflugi er 310 milljóna króna virði en ljóst er að Maccabi Tel Aviv myndi fara fram á talsvert hærri upphæð fyrir hann enda markaskorarar alltaf dýrir.

Sverrir Ingi Ingason – 310 milljónir
Virði Sverris hefur verið að aukast og með sama áframhaldi mun það aukast hressilega næstu árin. Hann er að stíga stór skref fram á við og bætir leik sinn ár frá ári.

Jón Daði Böðvarsson – 310 milljónir
Framherjinn frá Selfossi hefur verið í stuði síðustu mánuði en Reading festi kaup á honum síðasta sumar eftir eitt ár Jóns í herbúðum Wolves.

Birkir Bjarnason – 248 milljónir
Virði Birkis hefur farið niður um eina milljón evra á síðustu mánuðum eða allt frá því að hann gekk í raðir Aston Villa. Það gæti þó aukist verulega í sumar ef Aston Villa fer upp í ensku úrvalsdeildina.

Hörður Björgvin Magnússon – 186 milljónir
Virði Harðars hefur örlítið minnkað frá síðasta ári en hann er að ná að festa sig í sessi aftur í byrjunarliði Bristol og ætti verðmiðinn að taka mið af því.

Rúnar Már Sigurjónsson – 186 milljónir
Virði Rúnars hefur minnkað um 500 þúsund evrur síðasta hálfa árið en hann er í láni hjá St. Gallen og hefur verið að spila vel síðustu vikurnar.

Albert Guðmundsson – 186 milljónir
Hann er sá leikmaður sem ætti að auka mest virði sitt á næstu árum. Hann býr að miklum hæfileikum og spilar fyrir stórt félag, PSV í Hollandi. Albert er maðurinn sem íslenskt knattspyrnuáhugafólk bindur mestar vonir við.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Skelfileg tíðindi bárust frá Suður-Ameríku: Látinn aðeins 20 ára gamall – ,,,Það er svo sársaukafullt að kveðja“

Skelfileg tíðindi bárust frá Suður-Ameríku: Látinn aðeins 20 ára gamall – ,,,Það er svo sársaukafullt að kveðja“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Sveindís segist vera heil heilsu: ,,Þetta er bara lúkkið, ætlaði að líta út fyrir að vera geðveikt sterk“

Sveindís segist vera heil heilsu: ,,Þetta er bara lúkkið, ætlaði að líta út fyrir að vera geðveikt sterk“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Seinni leiknum hætt fyrr vegna veðurs – Jafntefli niðurstaðan

Seinni leiknum hætt fyrr vegna veðurs – Jafntefli niðurstaðan
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Ná samkomulagi við Greenwood

Ná samkomulagi við Greenwood
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Þessi tölfræði í tapi United í gær veldur áhyggjum – Sama vandamál og á síðustu leiktíð

Þessi tölfræði í tapi United í gær veldur áhyggjum – Sama vandamál og á síðustu leiktíð
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Segir frá atviki sem ekki sást í sjónvarpinu – Bellingham sturlaðist og sagði þetta við Southgate

Segir frá atviki sem ekki sást í sjónvarpinu – Bellingham sturlaðist og sagði þetta við Southgate