Antonio Conte stjóri Chelsea heldur áfram að skjóta á stjórn Chelsea og hvernig félaginu er stjórnað.
Conte hefur síðustu vikur verið að ræða um félagið og hvernig því sé stjórnað.
Conte er óhress með að stjórna ekki neinu þegar kemur að leikmannakaupum.
Hann kallar nú eftir því að Chelsea sýni metnað, hann sé að vinna sína vinnu vel.
,,Þetta snýst ekkert um minn metnað, félagið þarf að sýna metnað,“ sagði Conte sem er líklegur til að missa starfið í sumar.
,,Þjálfarinn leggur mikið á sig á hverjum degi, félagið verður hins vegar að sýna metnað.“