fbpx
Laugardagur 01.febrúar 2025
433

Varnarmaður Watford hrósar Salah og vill gleyma leiknum gegn Liverpool sem fyrst

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 19. mars 2018 20:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Miguel Britos, varnarmaður Watford var í byrjunarliði Watford um helgina sem tapaði illa fyrir Liverpool í ensku úrvalsdeildinni, 0-5.

Britos spilaði vinstra megin í vörninni og þurfti oft að kljást við Mohamed Salah, sóknarmann Liverpool í leiknum.

Salah fór afar illa með hann um helgina og skoraði fernu í leiknum og Britos vill gleyma leiknum sem allra allra fyrst.

„Þetta var erfiður leikur fyrir mig. Ég var að koma til baka eftir meiðsli og það er erfitt að tapa svona stórt,“ sagði leikmaðurinn.

„Ég gerði mörg mistök og ég vil gleyma þessum leik sem allra allra fyrst. Salah er frábær leikmaður. Hann er mjög snöggur, hann spilaði mín megin í leiknum og mér gekk illa að ráða við hann.“

„Ég þurfti að hlaupa mikið með honum sem var mjög erfitt því hann er miklu sneggri en ég,“ sagði Britos að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ólöf Tara er látin

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Amorim útskýrir bekkjarsetu Garnacho

Amorim útskýrir bekkjarsetu Garnacho
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ramos líklega á leið til Mexíkó

Ramos líklega á leið til Mexíkó
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú pening um helgina?

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú pening um helgina?
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Svona eru áherslur dómara fyrir komandi leiktíð

Svona eru áherslur dómara fyrir komandi leiktíð
433Sport
Í gær

Eru með þrjá á blaði eftir brottför Duran

Eru með þrjá á blaði eftir brottför Duran
433Sport
Í gær

Grátbáðu hann um að vera áfram – ,,Hann sendi mér skilaboð en ég mætti aldrei aftur“

Grátbáðu hann um að vera áfram – ,,Hann sendi mér skilaboð en ég mætti aldrei aftur“