Leigubílasögurnar eru daglegur liður hér á 433.is. Í þessum lið er farið yfir helsta slúðrið og sögusagnirnar úr fótboltanum, aðallega úr bresku pressunni.
Félagaskiptaglugginn í stærstu deildum Evrópu er nú lokaður.
Það er hins vegar alltaf nóg af slúðri en það er BBC sem tók saman.
—————
Tottenham, Leicester og Southampton vilja öll fá Luke Shaw bakvörð Manchester United. (Star)
Tíu leikmenn gætu farið frá United í sumar en þar a´meðal eru Michael Carrick, Marouane Fellaini og Zlatan Ibrahimovic. (Express)
Burnley er tilbúið að tvöfalda laun Nick Pope markvarðar en hann er með 15 þúsund pund á viku. (Sun
Arsenal hefur áhuga á Andrija Zivkovic kantmanni Benfica. (MIrror)
Manchester United hefur nýtt sér ákvæði í samningi Ashley Young um að framlengja hann. (Mail)