Manchester United hefur virkjað klásúlu í samningi Ashley Young en það er Sky Sports sem greinir frá þessu.
Núverandi samningur hans átti að renna út í sumar en United ætlar að halda leikmanninum í eitt ár til viðbótar.
Hann verður því samningslaus sumarið 2019 en hann hefur verið mikilvægur hlekkur í liði Jose Mourinho á Old Trafford.
Young kom til félagsins frá Aston Villa árið 2011 en það var Sir Alex Ferguson sem keypti hann á sínum tíma.
Hann hefur spilað sem bakvörður, undanfarin ár en hann er orðinn 32 ára gamall.