Liverpool tók á móti Watford í ensku úrvalsdieldinni í dag en leiknum lauk með 5-0 sigri heimamanna.
Mohamed Salah gerði sér lítið fyrir og skoraði fernu í leiknum en Roberto Firmino var einnig á skotskónum, eftir sendingu frá Salah.
Salah er fyrsti leikmaðurinn til þess að skora þrennu síðan Jurgen Klopp tók við liðinu árið 2015 af Brendan Rodgers.
Þrennan hans var sú fyrsta á Anfield síðan árið 2013 í deildinni og þá hafði enginn leikmaður Liverpool skorað þrennu í deildinni síðan árið 2014.
Þá er hann fyrsti Egyptinn til þess að skora þrennu í ensku úrvalsdieldinni en Salah var magnaður í leiknum.
Meet Mohamed Salah:
First Liverpool Premier League hat-trick under Jürgen Klopp.
First Premier League hat-trick at Anfield since 2013.
First Liverpool Premier League hat-trick since 2014.
First Egyptian to score a Premier League hat-trick.
— Squawka Football (@Squawka) March 17, 2018