Líkur eru á að Rúrik Gíslason verði notaður sem hægri bakvörður í verkefni Íslands í Bandaríkjunum.
Rúrik er að leika sem hægri bakvörður með Sandhausen í Þýskalandi og geir það gott.
Líklegt er að Rúrik leiki gegn Mexíkó eða Perú í þessari stöðu.
„Þetta var akkúrat það sem Rúrik þurfti að fá að spila þessa stöðu og hann er að gera það betur og betur. Hann hefur virkilega góða kosti sem sóknarsinnaður bakvörður fyrir okkur,“ sagði Heimir um Rúrik
Birkir Már Sævarsson fór í Val í vetur en hann hefur átt stöðuna.
„Ég held að hann sé orðinn spikfeitur. Nei, nei, hann er í fínu standi.