Það vakti talsverða athygli að Frederik Schram var einn af fimm markvörðum Íslands sem valdir voru í hópinn sem fer til Bandaríkjanna.
Smelltu hér til að sjá hópinn.
Hjörvar Hafliðason, fyrrum markvörður og sérfræðingur er einn af þeim sem veltir hlutunum fyrir sér. Hann telur að Anton Ari Einarsson hefði frekar átt heima í hópnum.
Schram spilar með Roskilde í næst efstu deild Danmerkur og hefur átt fast sæti í liðinu.
,,Reddar Frederik Schram starfsmönnum KSÍ frítt inn á Hróarskeldu? Hvers vegna er hann þarna en ekki Anton Ari? Jafngamlir (23 ára) og Anton líklega besti kepperinn í Pepsi í fyrra,“ skrifar Hjörvar á Twitter.
,,En enginn að missa svefn yfir því hver er 5th choice keeper. Góðar stundir.“
Reddar Frederik Schram starfsmönnum KSÍ frítt inn á Hróarskeldu? Hvers vegna er hann þarna en ekki Anton Ari? Jafngamlir (23 ára) og Anton líklega besti kepperinn í Pepsi í fyrra.
En enginn að missa svefn yfir því hver er 5th choice keeper. Góðar stundir— Hjörvar Hafliðason (@hjorvarhaflida) March 16, 2018