Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari Íslands segir að Aron Einar Gunnarsson fyrirliði Íslands sé að nálgast spilform.
Aron hefur ekkert spilað á árinu eftir aðgerð á ökkla en fer með landsliðinu til Bandaríkjanna.
Aron verður með í fyrri leiknum gegn Mexíkó en fer síðan til Wales, ekki er þó öruggt að hann spili.
,,Aron er að nálgast það að geta spilað, hugmyndin er að hann spili eftir landsleikjahlé,“ sagði Heimir.
,,Neil Warnock vill að hann spili ef hann getur gegn Mexíkó, mjög góð samskiptip á milli landsliðsins og Warnock.“