Barcelona er komið áfram í átta liða úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir sigur á Chelsea.
Chelsea heimsótti Barcelona á Nývang í kvöld en fyrri leik liðanna í 16 liða úrslitum lauk með 1-1 jafntefli. Lionel Messi ætlaði sér hins vegar ekki að detta úr leik í kvöld og hann kom heimamönnum yfir strax í upphafi leiks.
Ousmane Dembélé kom Barcelona í 2-0 þegar tuttugu mínútur voru búnr af leiknum. Messi hlóð svo í sitt 100 mark í þessari stærstu deild í heimi þegar hann kom Barcelona í 3-0 í síðari hálfleik.
,,Við eigum ekki skiið að hafa dottið út,“ sagði Thibaut Courtois sem fékk tvö mörk á sig í gegnum klofið frá Messi.
,,Ég átti ekki von á skoti frá Messi í fyrra markinu og var of seinn að loka löppunum.“
,,Þeir skoruðu eftir okkar mistök, við vorum annars að spila vel. Mistökin kostuðu okkur, ég hef oft spilað gegn Messi og oft skorar hann á milli lappa minna. Það pirrar mig, ég get ekki falið mig. Ég verða að koma út og vera karlmaður.“