fbpx
Mánudagur 24.febrúar 2025
433

Stuðningsmenn Everton lásu íslenska grínsfærslu á Twitter og héldu að Gylfi væri farinn til Panama í stofnfrumumeðferð

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 13. mars 2018 20:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður Everton meiddist á hné í leik liðsins gegn Brighton um helgina í ensku úrvalsdeildinni.

Óttast er að hann sé með sködduð liðbönd en ekkert hefur þó verið staðfest í þeim efnum og bíða nú stuðningsmenn Everton og íslenska landsliðsins með öndina í hálsinum.

Gylfi er algjör lykilmaður í íslenska landsliðinu en ef hann er með slitin liðbönd eru miklar líkur á því að hann missi af HM í Rússlandi.

Kolbeinn Kristinsson setti inn færslu á Twitter þar sem hann vildi senda Gylfa í stofnfrumumeðferð til Panama.

Stuðningsmenn Everton gripu færsluna á lofti og túlkuðu hana, með hjálp Google, sem svo að Gylfi væri farinn til Panama í sprautur.

Þeir birtu frétt á stuðningsmanna síðu sinni sem nú hefur verið leiðrétt en eftir á er þetta ansi skondið atvik.

Fréttina má sjá með því að smella hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Salah elskar sunnudaga
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Óhugnanlegt atvik í gær – Liðsfélagi Alberts hneig til jarðar

Óhugnanlegt atvik í gær – Liðsfélagi Alberts hneig til jarðar
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Myndband: Sigmar lenti í ömurlegri uppákomu í Manchester í gær – „Mjög stoltir af sjálfum sér, þessar litlu sálir“

Myndband: Sigmar lenti í ömurlegri uppákomu í Manchester í gær – „Mjög stoltir af sjálfum sér, þessar litlu sálir“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Arteta vonsvikinn og reiður

Arteta vonsvikinn og reiður
433Sport
Í gær

England: Newcastle vann Forest í svakalegum leik

England: Newcastle vann Forest í svakalegum leik