Harry Kane, framherji Tottenham verður frá næstu vikurnar vegna meiðsla á ökkla en þetta var tilkynnt í dag.
Tottenham reiknar með því að framherjinn verði klár í byrjun maí en þetta er mikið áfall fyrir liðið sem er í harðri baráttu um Meistaradeildarsæti.
Kane meiddist í 4-1 sigri Tottenham á Bournemouth um helgina eftir samstuð við Asmir Begovic, markmann Bournemouth.
Hann reyndi að halda leik áfram en varð að lokum að fara af velli fyrir Erik Lamela í fyrri hálfleik.
Tottenham er í þriðja sæti deildarinnar með 61 stig, einu stigi meira en Liverpool sem er í fjórða sætinu.