Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður Everton og íslenska landsliðsins er mikið meiiddur og gæti misst af HM í sumar.
Hjörvar Hafliðason sérfræðingur og útvarpsmaður á FM957 greindi frá þessu á FM957 í mörgun.
Gylfi lék allan leikinn í 2-0 sigri Everton um helgina gegn Brighton en meiddist hins vegar þar.
„Menn óttast að Gylfi sé farinn í sumarfrí. Það virðist hafa teygst eitthvað í hnénu, hvort það séu slitin liðbönd eða trosnuð þá virðist hann hafi lent í mjög alvarlegum hnémeiðslum“ sagði Hjörvar í Brennslunni.
„Það er óttast að hann missi af Rússlandi í sumar. Það eru allar líkur á því að hann verði frá í töluverðan tíma
Ef Gylfi yrði ekki með er ljóst að Heimir Hallgrímsson þarf að finna lausnir.
Birkir Bjarnason gæti komið inn á miðsvæðið ef Heimir heldur áfram að nota þrjá leikmenn þar. Rúrik Gíslason sem er að spila vel gæti þá komið inn á kantinn.
Hér að neðan eru tvær mögulegar útgáfur af liði Íslands.
4-2-3-1: Hannes Þór Halldórsson, Birkir Már Sævarsson, Ragnar Sigurðsson, Kári Árnason, Hörður Björgvin Magnússon, Aron Einar Gunnarsson, Emil Hallfreðsson, Jóhann Berg Guðmundsson, Birkir Bjarnason, Rúrik Gíslason, Alfreð Finnbogason.
4-4-2: Hannes Þór Halldórsson, Birkir Már Sævarsson, Ragnar Sigurðsson, Kári Árnason, Hörður Björgvin Magnússon, Jóhann Berg Guðmundsson, Aron Einar Gunnarsson, Emil Hallfreðsson, Birkir Bjarnason, Jón Daði Böðvarsson, Alfreð Finnbogason.