Manchester United tók á móti Liverpool í stórleik ensku úrvalsdeildarinnar um helgina en leiknum lauk með 2-1 sigri heimamanna.
Marcus Rashford, sóknarmaður United skoraði bæði mörk United í leiknum en hann hefur fengið lítið að spila að undanförnu og nýtti hann tækifærið sitt vel.
Frank de Boer, fyrrum stjóri Crystal Palace lét hafa það eftir sér á dögunum að það væri ekki gott fyrir Rashford að spila fyrir Jose Mourinho því hann væri ekki duglegur að gefa ungum leikmönnum tækifæri.
„Ég las athyglisverð ummæli frá versta stjóra í sögu ensku úrvalsdeildarinnar, Frank de Boer,“ sagði Mourinho á blaðamannafundi á dögunum.
„Sjö leikir, sjö töp og ekkert mark skorað. Þar sagði hann að það væri ekki gott fyrir Marcus Rashford að vera með stjóra eins og mig. Ég er stjóri sem elska að vinna og vil vinna allt.“
„Það væri kannski betra fyrir hann að vera með stjóra eins og Frank svo hann geti lært að tapa,“ sagði Mourinho að lokum.
Myndband af þessu má sjá hér fyrir neðan.
Jose Mourinho calls Frank de Boer the "worst manager in the history of the Premier League" after he criticized Marcus Rashford
Savage from Jose 😂 pic.twitter.com/WdcscjEnjb
— Football Daily (@footballdailyuk) March 12, 2018