West Ham tók á móti Burnley í ensku úrvalsdeildinni um helgina en leiknum lauk með 3-0 sigri gestanna.
Það voru þeir Ashley Barnes og Chris Wood sem skoruðu mörk Burnley um helgina en West Ham er nú í slæmum málum í sextánda sæti deildarinnar með 30 stig, þremur stigum frá fallsæti. Stuðningsmenn West Ham eru allt annað en sáttir með stjórn félagsins og létu óánægju sína í ljós undir lok leiksins.
Þeir ruddust inn á völlinn og létu leikmenn liðsins heyra það og þurftu öryggisverðir að fjarlægja þá af vellinum.
Nú ætlar enska sambandið að skoða málið og eru góðar líkur á því að West Ham þurfi að leika á tómum heimavelli í næstu leikjum. Sky Sports segir frá.
Myndir af þessu má sjá hér fyrir neðan.
BREAKING: Sky sources: The @FA could make @WestHamUtd play number of remaining Premier League games behind closed doors following pitch invasions against @BurnleyOfficial on Saturday. #SSN
— Sky Sports News (@SkySportsNews) March 12, 2018