Arsenal tók á móti Watford í ensku úrvalsdeildinni í dag en leiknum lauk með 3-0 sigri heimamanna.
Það voru þeir Shkodran Mustafi, Pierre-Emerick Aubameyang og Henrikh Mkhitaryan sem skoruðu mörk Arsenal í dag og lokatölur því 3-0 fyrir heimamenn.
Petr Cech, markmaður Arsenal hélt hreinu í dag eins og áður sagði og varði meðal annars vítaspyrnu frá Troy Deeney í síðari hálfleik.
Hann hefur nú haldið búrinu hreinu í 200 skipti í ensku úrvalsdeldinni sem er nýtt met í deild þeirra bestu.
38 sinnum hefur hann haldið hreinu með Arsenal og 162 sinnum með Chelsea en tölfræði yfir þetta má sjá hér fyrir neðan.
200 – Petr Cech is the first goalkeeper in Premier League history to keep 200 clean sheets, with 38 of those coming for current club Arsenal (162 for Chelsea). Guardian. pic.twitter.com/Nr6TAU1V7p
— OptaJoe (@OptaJoe) March 11, 2018