Manchester United tekur á móti Liverpool í stórleik ensku úrvalsdeildarinnar dag klukkan 12:30.
United situr sem stendur í öðru sæti deildarinnar með 62 stig á meðan Liverpool er í þriðja sætinu með 60 stig og því ljóst að það er mikið undir á morgun.
Athygli vekur að stjórarnir hafa mæst átta sinnum á ferlinum og hefur Jose Mourinho aðeins tekist að vinna Jurgen Klopp einu sinni.
Klopp er sá stjóri sem er með besta árangurinn gegn Mourinho en þeir mættust fyrst í október árið 2012 en þá stýrði Mourinho Real Madrid og Klopp stýrði Borussia Dortmund.
Í þeim átta leikjum sem liðin hafa mæst hefur Klopp haft vinninginn í þrígang, Mourinho hefur unnið einu sinni og þeir hafa gert jafntefli fjórum sinnum.