Aston Villa tók á móti Wolves í ensku Championship deildinni í dag en leiknum lauk með 4-1 sigri heimamanna.
Albert Adomah kom Villa yfir á 8. mínútu en Diogo Jota jafnaði metin fyrir Wolves, tíu mínútum síðar og þannig var staðan í hálfleik.
James Chester og Lewis Grabban skoruðu svo sitthvort markið fyrir Villa í upphafi síðari hálfleiks áður en Birkir Bjarnason gerði útum leikinn á 85. mínútu og lokatölur því 4-1 fyrir Villa.
Birkir byrjaði á bekknum í dag en kom inn á sem varamaður á 75. mínútu fyrir Albert Adomah.
Aston Villa er í þriðja sæti deildarinnar með 69 stig, 4 stigum á eftir Cardiff sem er í öðru sætinu.