Manchester City pakkaði Arsenal saman í annað sinn á nokkrum dögum þegar liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.
Leikið var á Emirates vellinum en margir stuðningsmenn Arsenal ákváðu að sleppa því að mæta á leikinn. Emirates völlurinn var því hálf tómur þegar City hlóð í þrjú mörk á 18 mínútum í fyrri hálfleik.
Bernardo Silva skoraði það fyrsta á 15 mínútu og síðan fylgdu mörk frá David Silva og Leroy Sane. Pierre-Emerick Aubameyang fékk tækifæri til að laga stöðuna og búa til leik í síðari hálfleik en klikkaði á vítaspyrnu.
City er eftir sigurinn með 75 stig eftir aðeins 28 leiki en um er að ræða met í ensku úrvalsdeildinni.
Ljóst er að liðið mun vinna deildina en liðið hefur 16 stiga forskot á United sem er í öðru sæti.
Manchester City have now registered the most points (75) by a Premier League side at this stage of the season (28 games).
They have also matched Arsenal's total points tally from last season. 😳 pic.twitter.com/UBWpJ1uPMS
— Squawka Football (@Squawka) March 1, 2018