fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
433

Ítarlegt viðtal við Guðna – Getum verið hvað stoltust af starfi aðildarfélaganna

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 9. febrúar 2018 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta hefur verið virkilega skemmtilegt, þetta er búið að vera viðburðaríkt ár, en mjög gefandi. Maður hefur þurft að kynna sér marga hluti í rekstrinum og auðvitað fjölbreytt verkefni sem eru tengd fótboltanum líka. Það hefur verið gaman að kynnast aðildarfélögunum og því sem er í gangi, maður hefur horft á mikið af fótbolta sem hefur verið gaman. Gengi landsliðanna hefur síðan verið frábært, þetta hefur verið mjög skemmtilegt,“ sagði Guðni Bergsson, formaður KSÍ, sem mun sitja sitt fyrsta ársþing um helgina sem formaður KSÍ.

Guðni var kjörinn til starfa í febrúar í fyrra og hefur því starfað í heilt ár, starfið er stórt og mikið og því eru margir hlutir sem Guðni hefur þurft að setja sig inn í.

„Það eru margir hlutir sem maður þarf að setja sig inn í, starf formanns er mjög fjölbreytt. Maður hefur verið að kynna sér hlutina og rýna í þá, bæði þá hluti sem koma að eiginlegum rekstri sambandsins og síðan öllu í kringum það. Síðan höfum við verið í faglegu starfi og unnið að stefnumótun sem er svona á lokametrunum og það hefur gengið virkilega vel. Nú er á fullu unnið að undirbúningi fyrir ársþingið sem er um helgina og svo er auðvitað þetta stóra verkefni fyrir HM í Rússlandi. Það er gríðarlegur undirbúningur í kringum svo stórt mót.“

Getum verið virkilega stolt
Árið fyrir formanninn hefur verið gott innan vallar en karlalandsliðið komst í fyrsta sinn á HM og stelpurnar náðu fínum árangri. „Fyrir mig sem fyrrverandi leikmann að sjá hvernig undirbúningur hjá landsliðum er hefur verið gaman og að upplifa þessa stemmingu sem er hjá liðunum innan og utan vallar ásamt því hvernig stuðningsmenn koma inn í það. Ég held að við getum verið virkilega stolt af því hvernig þetta allt spilar saman, ég veit að íslensk knattspyrna hefur vakið afar mikla athygli fyrir það. Árangur landsliðanna er ákveðin viðurkenning á því góða starfi sem aðildarfélögin eru að vinna, það er það starf sem við eigum að vera hvað stoltust af. Afrakstur þess góða starfs er m.a frábær árangur landsliðsins. Árangurinn hefur verið flottur í yngri landsliðum og svo að sjálfsögðu A-landslið karla sem vakti heilmikla athygli síðasta haust. Síðan er það sigur A-landsliðs kvenna gegn Þýskalandi sem var magnaður. Við erum ein sterk heild sem við eigum að vinna með og bæta .“

Starf formanns á að vera fullt starf
Þegar Guðni var í framboði þá var tekist á um hvort starf formanns KSÍ ætti í raun að vera fullt starf. Eftir ár í starfi er Guðni sannfærður um að svo eigi að vera. „Ég var á þeirri skoðun að starf formanns KSÍ væri fullt starf og er enn frekar á því í dag. Ég held að það sé bæði æskilegt og nauðsynlegt að svo sé. Mikill meirihluti af okkar tekjum kemur að utan og við þurfum að gera okkur gildandi þar. Við þurfum að gæta okkar hagsmuna og taka þátt í stefnumótun í fótboltanum á alþjóðlegum vettvangi. Ég held að það sé mikilvægt. Svo er það að fara á milli hér heima og skoða hvernig við getum bætt okkar starf. Við erum að skoða hvernig við getum bætt starfið innan KSÍ bæði á skrifstofu og knattspyrnulega séð. Hvernig við getum unnið best með félögunum og stutt þau í þeirra starfi. Ég held að okkur hafi tekist nokkuð vel til á þessu ári en við viljum alltaf gera betur. Það er talsverður tími sem fer í ferðir erlendis hjá formanninum, landsliðsverkefnin erlendis eru viðamikil og það tekur tíma. Við erum einnig að reyna að breikka og efla tekjugrunn okkar og það er stórt verkefni sem á endanum kemur félögunum og fótboltanum til góða.“

Kemur yfirmaður knattspyrnumála?
Eitt af því sem Guðni vildi gera sem formaður var að koma með yfirmann knattspyrnumála inn í starfið hjá KSÍ. Ári síðar er það ekki komið, en vinna í kringum starfið er í gangi og tíðinda gæti verið að vænta. „Ég held að það gangi vel, við erum í stefnumótun. Við erum að horfa á skrifstofuna og tengingu við aðildarfélögin, sú vinna er í gangi og við skoðum hvernig við getum styrkt faglega starfið hér innanhúss. Við höfum fundað með yfirþjálfurum, sem var mjög jákvæður fundur, við myndum vilja vinna þetta í sem mestu samstarfi við félögin. Við viljum efla okkar leikmenn og þessi vinna hefur verið í gangi undanfarið og gengur vel. Ég sé fram á það að á endanum verði svona starf til, sama hvað það verður svo kallað. Við stefnum að því að styrkja okkur á faglega sviðinu. Við njótum augnabliksins núna en við þurfum líka að horfa til framtíðar og sjá til þess að gott faglegt starf skili sér áfram í þessum góða árangri.“

Á að lengja kjörtímabilið?
Lagt hefur verið til að kjörtímabil formanns KSÍ verði lengt úr tveimur árum í þrjú. Mörgum finnst tveggja ára tímabil heldur stutt fyrir nýjan mann í brúnni. „Það er auðvitað mismunandi hvernig þetta er í heimi fótboltans, sumir eru með fjögur ár og aðrir með tvö ár. Á þó nokkrum stöðum eru þetta fjögur ár og það er tillaga stjórnar að fara milliveginn má segja og að þetta verði þrjú ár. Starfshópurinn lagði til við stjórnina að svo yrði en að formaður gæti einnig bara setið í fjögur kjörtímabil. Það var niðurstaðan að þetta yrði lagt til. Það er ýmislegt sem mælir með því að lengja kjörtímabilið en það er ekki nein ein rétt niðurstaða.“

Vongóður um Laugardalsvöll
Mikil vinna er í gangi varðandi nýjan Laugardalsvöll og Guðni er vongóður um að það gangi eftir. „Það er eitt viðamikið og mikilvægt verkefni sem við erum að horfa til þess að þetta geti verið að klárast í byrjun apríl. Nú erum við með starfshóp sem vinnur með ríkisstjórn, Reykjavíkurborg og KSÍ. Ég skynja mikinn áhuga og er bjartsýnn á að við fáum ákvörðun sem verður íslenskri knattspyrnu til hagsbóta.“ Það er ljóst að við verðum að endurbyggja völlinn til þess að geta spilað alla mótsleiki okkar á vellinum í framtíðinni. Þetta mun einnig gefa nýja möguleika fyrir bikarúslitaleikina og þegar við komumst með félagslið í riðlakeppni í Evrópu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Guardiola í miklum vandræðum með Tottenham

Guardiola í miklum vandræðum með Tottenham
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Einn sá vinsælasti orðaður við komu til Englands – Fáir með betri meðmæli

Einn sá vinsælasti orðaður við komu til Englands – Fáir með betri meðmæli
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Rodri viðurkennir að annað lið sé heillandi: ,,Þegar þeir hringja þá hlustarðu“

Rodri viðurkennir að annað lið sé heillandi: ,,Þegar þeir hringja þá hlustarðu“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

England: Öruggt hjá Arsenal gegn Forest – Villa tapaði stigum

England: Öruggt hjá Arsenal gegn Forest – Villa tapaði stigum
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Óli Valur keyptur til Breiðabliks

Óli Valur keyptur til Breiðabliks
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Lofaði að bjóða goðsögninni í mat ef þetta tekst á næstunni

Lofaði að bjóða goðsögninni í mat ef þetta tekst á næstunni
433Sport
Í gær

Fyrrum vonarstjarna dæmd í fjögurra ára fangelsi – Lamaður eftir hrottafulla árás með ‘Rambo’ hníf

Fyrrum vonarstjarna dæmd í fjögurra ára fangelsi – Lamaður eftir hrottafulla árás með ‘Rambo’ hníf
433Sport
Í gær

Virðist ekki sjá eftir ummælunum en baðst ‘afsökunar’ – ,,Hann er 30 ára gamall“

Virðist ekki sjá eftir ummælunum en baðst ‘afsökunar’ – ,,Hann er 30 ára gamall“
433Sport
Í gær

Bætti met Haaland í gær

Bætti met Haaland í gær