Ander Herrera miðjumaður Manchester United neitar því alfarið að hafa tekið þátt í að hagræða úrslitum.
Yfirvöld á Spáni telja að brögð hafi verið í tafli þegar Real Zaragoza og Levante mættust árið 2011.
Þá var Herrera leikmaður Real Madrid en 33 aðilar hafa verið kallaðir fyrir dóm.
Talið er að Zaragoza hafi greitt starfsmönnum Levante til að tapa leiknum, hagræðing á úrslitum er litin mjög alvarlegum augum.
,,Ef ég þarf að mæta fyrir dómara þá geri ég það með glöðu geði, ég er með hreina samvisku,“ sagði Herrera.
,,Ég elska fótbolta og trúi á heiðarlegan leik, bæði innan og utan vallar.“