Antonio Conte, stjóri Chelsea vill fá stuðningsyfirlýsingu frá félaginu en það er Sky Sports sem greinir frá þessu.
Mikið hefur verið rætt og ritað um framtíð stjórans að undanförnu en hann á átján mánuði eftir af samningi sínum við félagið.
Enskir miðlar hafa skrifað mikið um það að hann muni hætta í sumar og að Luis Enrique, fyrrum stjóri Barcelona sé að taka við.
Conte sagði sjálfur á dögunum að hann ætlaði sér að klára samning sinn hjá félaginu sem rennur út sumarið 2019.
Hann gerði liðið að enskum meistara á síðustu leiktíð en hann er sagður ósáttur með kaupstefnu félagsins og að fá ekki að velja leikmenn sína sjálfur.