fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
433

Tíu valkostir sem KSÍ gæti skoðað ef Heimir ákveður að hætta

Hörður Snævar Jónsson
Sunnudaginn 4. febrúar 2018 11:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru möguleiki á að Heimir Hallgrímsson muni láta af störfum sem landsliðsþjálfari Íslands eftir heimsmeistaramótið í Rússlandi. Heimir hefur beðið KSÍ um að bíða með allar viðræður um nýjan samning á meðan hann veltir hlutunum fyrir sér.

Það er því ljóst að KSÍ þarf að byrja að velta hlutunum fyrir sér ef Heimir ákveður að kveðja eftir HM. Heimir tók við landsliðinu árið 2011 og var þá aðstoðarþjálfari Lars Lagerbäck en hefur frá 2013 stýrt liðinu, fyrst með Lagerbäck og síðan einn sem aðalþjálfari.

Heimir hefur vakið mikla athygli sem þjálfari og því ljóst að mörg stærri lið hafa áhuga á að krækja í hann. Möguleiki er á að Heimir verði áfram en ef hann fer, hver á að taka við? Hér má sjá tíu valkosti sem gætu komið til greina.

Lars Lagerback
Væri án efa kostur fyrir KSÍ að reyna við ef Heimir ákveður að halda á önnur mið. Lagerbäck þekkir liðið út og inn og fær ótrúlega virðingu í leikmannahópnum og innan veggja KSÍ. Lagerbäck er í dag þjálfari norska landsliðsins og því hungrar hann enn í að vinna við þjálfun. Er mögulegt að fá Lagerbäck til liðs við íslenska landsliðið á ný?

Rúnar Kristinsson
Einn af líklega tveimur íslensku þjálfurunum sem kæmu til greina í dag til að taka við landsliðinu. Hann er leikjahæsti leikmaður í sögu landsliðsins og hefur náð ágætis árangri sem þjálfari. Rúnar tók við KR í vetur og því er ekki líklegt að hann hoppi frá borði strax, það væri samt erfitt fyrir Rúnar að afþakka starf landsliðsþjálfara.

Ólafur Kristjánsson
Líkt og Rúnar er Ólafur mættur heim til að þjálfa en hann tók við FH í fyrrahaust eftir að hafa sagt upp störfum hjá Randers í Danmörku. Ólafur hefur gríðarlega þekkingu á leiknum og fáir þjálfarar frá Íslandi jafn góðir að lesa andstæðinga sína. Hann gæti verið góður kostur ef KSÍ horfði til íslenskra þjálfara.

Louis van Gaal
Hollendingurinn knái hefur verið án starfs frá sumrinu 2016. Hann vill ekki binda sig of mikið og því gæti starf landsliðsþjálfara heillað Van Gaal. Hann hafnaði þjálfun belgíska landsliðsins því hann vildi halda launum sínum frá Manchester United. Blaðamannafundir með Van Gaal yrðu mikil skemmtun.

Helgi Kolviðsson
Ekki líklegur kostur en Helgi þekkir liðið út og inn eftir samstarf sitt við Heimi síðasta eina og hálfa árið. Gott orð fer af Helga innan leikmannahóps liðsins en hann er skipulagður og góður að lesa andstæðinga sína. Þýski aginn sem er í blóði hans gæti hentað landsliðinu vel.

Morten Olsen
Var í 15 ár þjálfari danska landsliðsins en hefur ekki verið í starfi í tæp þrjú ár. Ótrúleg reynsla hans af þjálfun landsliða gæti komið sér vel fyrir íslenska liðið. Olsen er mikils virtur í heimi þjálfunar enda ekki oft sem sami þjálfari er með landslið í 15 ár. Það virkaði að láta Svía stýra liðinu en hvernig yrði það með Dana?

Gary Neville
Eftir að hafa verið aðstoðarþjálfari Englands í nokkur ár hefur Neville reynslu úr alþjóðalegum fótbolta. Hann hefur mikla reynslu sem leikmaður og ætti að koma inn með mikla reynslu til KSÍ. Neville hefur hins vegar sagt að hann sé ekkert sérstaklega spenntur fyrir því að vinna aftur við þjálfun.

Sven-Göran Eriksson
Sænskur refur sem hefur séð allt í fótboltanum. Eriksson hefur þjálfað þrjú landslið en þekktastur er hann fyrir starf sitt með enska landsliðið. Eriksson hefur eytt síðustu árum í Kína en er án starfs núna og þyrfti að sætta sig við lægri laun en hann á að venjast.

Thierry Henry
Langar mikið að fara á fullt í þjálfun og er í dag aðstoðarþjálfari landsliðs Belgíu. Það gæti verið gott skref fyrir hann að taka við íslenska landsliðinu og sanna sig sem aðalþjálfari. Henry átti magnaðan feril sem leikmaður en hvort hann sé efni í góðan þjálfara á eftir að koma í ljós.

Rene Meulensteen
Kannski ekki þekktasti maðurinn í bransanum en Meulensteen hefur gríðarlega reynslu. Hann starfaði sem aðstoðarmaður Sir Alex Ferguson um nokkurt skeið og hefur síðan þá farið víða. Hann er sagður öflugur þjálfari og gæti verið góður kostur með íslenskan aðstoðarmann sér við hlið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Enginn skapað fleiri færi í ensku úrvalsdeildinni – Var magnaður í kvöld

Enginn skapað fleiri færi í ensku úrvalsdeildinni – Var magnaður í kvöld
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Ronaldo og félagar að missa lykilmann til Evrópu

Ronaldo og félagar að missa lykilmann til Evrópu
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Gæti séð Alfreð landa þessu stóra starfi erlendis í framtíðinni

Gæti séð Alfreð landa þessu stóra starfi erlendis í framtíðinni
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

England: Tottenham valtaði yfir Manchester City á Etihad

England: Tottenham valtaði yfir Manchester City á Etihad
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Óli Valur keyptur til Breiðabliks

Óli Valur keyptur til Breiðabliks
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Zirkzee sagður vilja komast burt sem fyrst

Zirkzee sagður vilja komast burt sem fyrst
433Sport
Í gær

Segir liðum í Evrópu að gleyma hugmyndinni – ,,Hefur stækkað sitt vörumerki“

Segir liðum í Evrópu að gleyma hugmyndinni – ,,Hefur stækkað sitt vörumerki“
433Sport
Í gær

Guardiola viðurkennir að hafa hugsað sig um – Fjögur töp í röð hjálpuðu til

Guardiola viðurkennir að hafa hugsað sig um – Fjögur töp í röð hjálpuðu til