Leigubílasögurnar eru daglegur liður hér á 433.is. Í þessum lið er farið yfir helsta slúðrið og sögusagnirnar úr fótboltanum, aðallega úr bresku pressunni.
Félagaskiptaglugginn í stærstu deildum Evrópu er nú lokaður.
Það er hins vegar alltaf nóg af slúðri en það er BBC sem tók saman.
—————
Tottenham er tilbúið að selja Harry Kane til Real Madrid fyrir 200 milljónir evra og að það taki stuttan tíma. (Mundo)
Ronald Koeman verður nýr þjálfari Holands. (Telegraff)
David De Gea fer bara til Real Madrid ef Gareth Bale kemur í skiptum. (Diario)
De Gea er einn af fjórum markverðum sem Real Madrid skoðar en Jan Oblak, Thibaut Courtois og Gianluigi Donnarumma koma einnig til greina. (Goal)
Diego Simeone þjálfari Atletico Madrid vill ekki taka við Chelsea í sumar. (Times)