Louis van Gaal fyrrum knattspyrnustjóri Manchester United hefur greint frá því að hann hafi reynt að fá tvo þýska landsliðsmenn til félagsins.
Van Gaal stýrði United í tvö ár en var svo rekinn sumarið 2016 eftir að hafa gert liðið að enskum bikarmeisturum.
Van Gaal vildi fá Mats Hummels og Thomas Muller til félagsins en það gekk ekki upp.
,,Ég vildi fá Hummels til United, hann átti slæmt tímabil með Dortmund og þá hættum við að reyna,“ sagði Van Gaal en Hummels fór til Bayern.
,,Ég get staðfest að við vildum kaupa Thomas Muller, við gátum ekkert gert. Bayern lét okkur vita að hann yrði aldrei seldur.“