Joan Laporta fyrrum forseti Barcelona segir að Arsenal eigi að taka áhættuna og ráða Thierry Henry sem næsta stjóra félagsins.
Möguleiki er á að Arsenal skipti út Arsene Wenger í sumar og er Henry einn af þeim sem er orðaður við starfið.
Henry er goðsögn hjá Arsenal og Laporta telur að hann geti gerti svipaða hluti og Pep Guardiolag gerði fyrir Barcelona.
,,Þetta er svipað og við tókum Pep Guardiola, Thierry hefur marga af sömu hæfileikunum,“ sagði Laporta sem keypti Henry til Barcelona.
,,Ég veit að Thierry elskar Arsenal, hann elskar félagið mikið. Hann er herramaður en mjög alvarlegur, hann er mjög sanngjarn maður.“