Enska götublaðið Telegraph segir frá því í dag að Arsenal skoði það alvarlega að skipta Arsene Wenger út í sumar.
Wenger virðist á endastöð með Arsenal en liðið tapaði illa í úrslitum enska deildarbikarsins um helgina.
Telegraph segir að Arsenal skoði fjóra kosti í það að taka við starfi Wenger.
Þar má nefna Leonardi Jardim sem hefur unnið gott starf með Monaco. Einnig er Mikel Arteta fyrrum miðjumaður Arsenal orðaður við félagið en hann er í dag aðstoðarþjálfari Manchester City.
Brendan Rodgers stjóri Celtic er einnig sagður koma til greina líkt og Joachim Löw þjálfari Þýskalands.
4 sem koma til greina:
Leonardo Jardim (Moanco)
Mikel Arteta (Aðstoðarþjálfari Manchester City)
Brendan Rodgers (Celtic)
Joachim Löw (Þýskaland)