Ryan Giggs fyrrum leikmaður Manchester United segir Manchester City vera langt frá því að vera besta lið í sögu ensku úrvalsdeildarinnar.
Sú umræða hefur átt sér stað í vetur vegna yfirburða sem City hefur haft í deild þeirra bestu.
,,Ég held að allir áttir sig á því ð liðið er að spila frábæran fótbolta sem er með því betra sem við höfum séð,“ sagði Giggs.
Giggs vann ensku úrvalsdeildina 13 sinnum á sínum ferli, magnað afrek.
,,Til að geta borið sig saman við United, Arsenal og Chelsea þarf liðið að vinna marga titla. Þú verður að vinna marga titla og vera með stöðuleika, ekki bara eitt frábært tímabil.“