Samkvæmt fréttum í Wales munu leikmenn Cardiff fá 10 milljónir punda í bónusa ef þeir fara upp í ensku úrvalsdeildina.
Cardiff er á miklu skriði og situr liðið í öðru sæti Championship deildarinnar. Sex stigum á eftir toppliði Wolves sem hefur misst flugið.
Aron Einar Gunnarsson leikur með liðinu en hann hefur misst út síðustu mánuði vegna meiðsla.
Aron verður heill heilsu í mars en hann er samningslaus í sumar. Líklegt er þó að Aron framlengi við Cardiff fari liðið upp í úrvalsdeildina.
10 milljónir punda eru 1,4 milljarðar íslenskra króna og því munu leikmenn Cardiff græða vel á því að fara.
,,Peningar skipta ekki máli á okkar stigi, leikmenn eru á frábærum launum og hugsa ekki um svona. Þetta snýst um að fá stig á töfluna,“ sagði Neil Warnock stjóri Cardiff.